Stelpurnar í Madre Mia slógu í gegn og komust í úrslit

Skagahljómsveitin Madre Mia og rapp­gengið 200 Mafía komust áfram í fyrsta undan­k­völdi Mús­íktilrauna sem fram fór í gærkvöld. Sveit­irn­ar tryggðu sér þar með sæti á úr­slita­kvöld­inu sem fer fram laugardaginn 24. mars.

Hljómsveitina Madre Mia skipa þær Katrín Lea Daðadóttir, Hekla María Arnardóttir og Sigríður Sól Þórarinsdóttir. Katrín er 14 ára, hún syngur, spilar á bassa og kassatrommu, Hekla María er 15 ára og er einnig söngvari og spilar á gítar. Sigríður Sól er 15 ára, hún er söngvari og spilar á hljómborð.

Sjá nánar á mbl.is