„300 Brunahanar – stúdía í máli og myndum“ opnar á ný um helgina

Sýningin 300 Brunahanar – stúdía í máli og myndum vakti mikla athygli á dögunum. Guðni Hannesson, ljósmyndari og starfsmaður Landmælinga Íslands, og Garðar Heimir Guðjónssson, blaðamaður og ráðgjafi í kynningar- og útgáfumálum standa að sýningunni.

Guðni og Garðar eru báðir Skagamenn og fæddir árið 1963. Sumarið 2017 hjóluðu þeir saman um Akranes og mynduðu hvern einasta brunahana í bænnum.

Afraksturinn er þessi sýning sem hefur eins og áður segir vakið athygli. Fróðleikur um mismunandi gerðir brunahana og uppruna þeirra er áhugaverður. Kraftmiklir og litríkir brunahanar leynast út um allt.

Sýningin verður opin laugardaginn 14. apríl frá kl. 13-17 vegna fjölda áskorana. Sýningin er við Kirkjubraut 10, í húsnæði þar sem lögreglustöðin var áður til húsa, og er beint á móti Gamla Kaupfélaginu.

Guðni og Garðar við opnun sýningarinnar á dögunum.