Marrið slær í gegn – Skagakonan Eva Björg efst á metsölulistanum

Verðlaunakrimminn Marrið er enn eina vikuna mest selda bók landsins. Eva Björg Ægis­dóttir frá Akranesi fékk á dögunum afhent spennu­sagna­verð­launin Svart­fuglinn fyrir bókina Marrið í stiganum.

Bókin hefur vakið mikla athygli og góða dóma. Eins og áður segir er um spennusögu að ræða sem gerist á Akranesi.

Yrsa Sigurðar­dóttir og Ragnar Jónas­son eru hug­mynda­fræðingarnir að baki Svartfuglinum sem ætluð eru höfundum sem ekki hafa áður sent frá sér glæpa­sögu.

Eva er eins og áður segir frá Akranesi en foreldrar hennar eru Ægir Jóhannsson og Sigríður Björk Kristinsdóttir.