Allir gulir og glaðir á Rakarastofu Gísla

„Viðskiptavinum okkar hér á Rakarastofu Gísla finnst þetta flott framtak. Svona erum við bara og við viljum hafa gaman í vinnunni,“ segir Gísli Guðmundsson eigandi Rakarastofu Gísla við Skagafréttir.

Starfsfólkið á stofunni hjá Gísla mætir í vinnu í gula ÍA búningnum á leikdögum hjá bæði karla – og kvennaliði ÍA knattspyrnu í sumar.

Uppátækið hefur vakið athygli og segir Gísli að með þessu vilji þau sýna félaginu stuðning.

„Við erum gul og glöð í vinnu – og það á að vera skemmtilegt í vinnunni,“ segir Gísli Guðmundsson rakari við Skagafréttir.

Á rakarastofu Gísla starfa Díana Carmen Llorens hársnyrtir og Arnþór Helgi sonur Gísla er í afgreiðslunni og ýmsum öðrum störfum í sumar. Það hefur einnig vakið athygli að Arnþór Helgi er langhávaxnastasti leikmaðurinn í liðinu á Rakarastofu Gísla við

Díana Carmen Llorens, Gísli Guðmundsson og Arnþór Helgi Gíslason.


Auglýsing