„Raf-Magnaður Melló“ – taktlausir heiðurstónleikar í Bíóhöllinni í dag

Leikarinn góðkunni og útvarpsmaðurinn Hallgrímur Ólafsson eða „Halli Melló“ fær óvænta gjöf í dag frá vinum sínum. Þannig er mál með vexti að hann Halli Melló er að fara að gifta sig í sumar – og er viðburðurinn hluti af steggjun kappans.

Halli Melló, er einnig þekktur sem taklausasti stuðningsmaður Íslands, Magnús Magnús Magnússon, sem hefur átt í miklum vandræðum með Víkingaklappið.

Í dag kl. 18.00 verða heiðurstónleikar í Bíóhöllinni þar sem Halli Melló verður aðalgesturinn og er viðburðurinn opinn fyrir alla -og það kostar ekkert inn.

Þannig er mál með vexti að hann Halli Melló er að fara að gifta sig í sumar – og er viðburðurinn hluti af steggjun kappans.

Halli Melló hefur starfað sem leikari síðastliðin 11 ár við leikhús landsins og tekið þátt í mörgum af vinsælustu uppfærslum síðari ára. Áður en að leiðin lá í leiklistina hafði Hallgrímur getið sér gott orð sem trúbador og tónlistarmaður.

Það sérstaka við þetta allt saman er að Hallgrímur sjálfur veit ekki af því að tónleikarnir eru um hann. Enda eru tónleikarnir liður í steggjun leikarans og slíkar athafnir ávallt sveipaðar mikilli dulúð.

Ljóst er þó að hér hefur öllu verið tjaldað til og hvergi slegið af í metnaði og framsetningu. Á tónleikunum verða rifjaðar upp lagaperlur eftir Hallgrím sem alltof sjaldan fá að heyrast.

Einnig verða flutt lög úr þekktum söngleikjum á borð við Grease, Hárið, Rent ofl. ásamt

Leikhúsperlum sem Hallgrímur hefur flutt á ferlinum. Lofað er mikilli söngskemmtun, enn meira gríni og aldrei að vita nema að víkingaklapp Magnúsar Magnúsar Magnússonar komi við sögu.

Tónleikarnir hefjast kl. 18 í dag miðvikudaginn 13.júní í Bíóhöllinni Akranesi, frítt inn, og standa tónleikarnir í um klukkustund. Kynnir er Ólafur Páll Gunnarsson, fram koma, Stefán Hilmarsson, Eyþór Ingi, Gói, Jóhannes Haukur
Rúnar Freyr, Atli Þór og leynigestur ásamt hljómsveit. Hljómsveitina skipa: Birgir Þórisson – Hljómborð, Jón Borgar Loftsson – Trommur, Sigurþór Þorgilsson – bassi Þorgils Björgvinsson – Gítar. Allir að mæta og njóta!