Svavar Örn Norðurlandameistari unglinga í kraftlyftingum

Skagamaðurinn Svavar Örn Sigurðsson gerði sér lítið fyrir og fagnaði Norðurlandameistaratitlinum í flokki unglinga í klassískum lyftingum.

Frá þessu er greint á vef Skessuhorns. 

Svavar Örn keppir fyrir Kraftlyftingafélag Akraness. Hann keppir í flokki -74kg en keppnin fór fram á Akureyri. Svavar lyfti 201 kg. í hnébeygju, 140 kg. í bekkpressu og 222,5 kg. í réttstöðulyftu. Samtals 572,5 kg.

Fannar Björnsson, sem er einnig í Kraftlyftingafélagi Akraness, varð fjórði í -93 kg. flokki drengja. Fannar lyfti 150 kg í hnébeygju, 90 kg í bekkpressu og 190 kg í réttstöðu. Samtals 430 kg.

Alls tóku 116 keppendur þátt, og komu þeir frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Alls voru 17 keppendur frá Íslandi. Tvö heimsmet féllu á mótinu, sjö Evrópumet auk fjölda Norðurlanda- og landsmeta.

Svavar Örn Sigurðsson.

 

Auglýsing



 

http://localhost:8888/skagafrettir/2017/04/06/svavar-i-hopi-sterkra-straka-fra-skipaskaga/