JAK með útgáfutónleika í einu besta tónleikahúsi landsins

Tónlistarmaðurinn Stefán Jakobsson (Stebbi Jak) gaf út sína fyrstu plötu á dögunum. Platan ber einfaldlega titilinn JAK.

Nú þegar hafa verið haldnir tónleikar á Græna Hattinum og Bæjarbíó Hafnarfirði – viðtökurnar hafa sannarlega verið frábærar og framar björtustu vonum segir í tilkynningu frá útgefanda JAK.

Bíóhöllin á Akranesi verður að sjálfsögðu nýtt til að kynna útgáfuna enda eitt af bestu tónleikahúsum landsins. Útgáfutónleikar JAK á Akranesi verða 22. nóvember n.k. í Bíóhöllinni á Akranesi.

Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að kaupa miða:

Auglýsing



Platan sem spannar breitt litróf og hafa lögin „Flóttamaður„ „Ánauð“ og „Spegilbrot“ fengið að óma á útvarpsstöðvum.

Platan verður leikin í heild sinni ásamt óvæntum ábreiðum.

Hljómsveitin er skipuð úrvalspiltum í hverri stöðu.

Stefán Jakobsson – söngur/gítar
Hálfdán Árnason – Bassi/raddir
Birkir Rafn Gíslason – Gítar
Birgir Jónsson – Trommur

 

Auglýsing