Brynhildur fagnaði Íslandsmeistaratitli og fer á NM – góð helgi hjá sundfólki ÍA

Brynhildur Traustadóttir, sundkona frá Akranesi, fór fremst í flokki um helgina hjá Skagamönnum á Íslandsmótinu í 25 metra laug. Brynhildur landaði þrennum verðlaunum. Þar stóð upp úr að hún fékk gullverðlaun í 1500 metra skriðsundi og náði þar að auki lágmörkum í tveimur sundum á Norðurlandameistaramótið.

Keppendur frá ÍA áttu í heildina frábæra keppnishelgi. Alls bættu þau tíma sína í 44 sundum og 15 sinnum var ÍA með keppendur í úrslitum á þessu móti sem fram fór í Ásvallarlaug í Hafnarfirði.

Í 1.500 metra skriðsundi bætti Brynhildur sig um 36 sekúndur en hún kom í mark á tímanum 17.21,74 mínútum. Hún setti jafnframt Akranesmet í þessari grein í flokki 15-17 ára. Brynhildur náði í bronsverðlaun í 400 metra skriðsundi þar sem hún bætti sig um 5 sekúndur og var hún aðeins 0,5 sek. frá efsta sætinu.

Í 200 metra skriðsundi varð Brynhildur í öðru sæti og hún bætti sig um heilar 7 sekúndur þar sem hún kom í mark á 2.05,57 mín.

Með árangri sínum náði Brynhildur lágmörkunum fyrir Norðurlandameistaramótið í 200 m. og 400 m. skriðsundi.

Atli Vikar Ingimundarson átti frábæran sprett í 50m flugsundi á tímanum 26.6 sek. Það er mjög góð bæting og ekki síst vegna þess að Atli hefur lítið getað æft sökum meiðsla í ökkla en hann varð að sleppa sundi í 100m skriðsundi vegna meiðsla.

Atli náði 6. sæti í 50m skriðsundi á tímanum 24.90 sek sem var betri tími en hann átti fyrir mótið. Hann hafnaði einnig í 6. sæti í 100m flugsundi á tímanum 1.00.53 mín.

 

Sindri Andreas Bjarnason bætti sig verulega í 100m skriðsundi, eða um 2 sek. Sindri endaði í 7. sæti á tímanum 55.16 sek. Í 50 m. bringusundi bætti hann sig einnig og náði 5. sæti á tímanum 32.20 sek. Sindri varð í 8. sæti í 200 m. skriðsundi á nýjum tíma 2.01.90 sek.

Erlend Magnússon átti einnig fína helgi á mótinu og sýndi góðar framfarir. Í 50 m baksundi bætti hann tímann sinn og synti á 28.98 sek sem skilaði honum í 6. sætið. Erlend  bætti sig einnig um 5 sekúndur í 100 m. baksundi og varð í 5. sæti á tímanum 1.03.88 mín. Erlend synti líka 50 m. skriðsund og og 50 m. flugsund og náði hann að bæta sig í þeim greinum.

Enrique Snær Llorens synti einnig vel um helgina og bætti sig í 100, 200 og 400 m. skriðsundi.

Kristján Magnússon stóð sig vel á sínu fyrsta Íslandsmóti. Hann bætti sig um 13 sek í 1500 m. skiðsundi og var við sinn besta tíma í 800 m skriðsundi

Ragnheiður Karen Ólafsdóttir var í góðu formi í bringusundinu en hún hafnaði í 5. sæti í 50 m. á tímanum 35.84 sek og 8. sæti í 100 m. bringusundi á tímanum 1.17.82  mín. En í því sundi þurfti hún að endurtaka sundið þar sem þær voru tvær sem voru á nákvæmlega sama tíma en aðeins 8 keppendur taka þátt í úrslitum. Ragnheiður náði 8. sætinu með frábærri bætingu um 3 sekúndur og var aðeins 0,5 sek frá lágmarki á Norðurlandameistaramót. Hún synti á tímanum 1.16.66 mín.

Ásgerður Jing Laufeyjardóttir hafnaði í 8. sæti í 200 m. fjórsundi, mjög flott bæting á tímanum 2.34.40 mín. Ásgerður Jing bætti sig einnig í 100 m skrið og kom í mark á tímanum 1.02.17 mín og var aðeins 0.03 sek. frá úrslitum. Þá bætti hún sig einnig í 50 m. baksundi og 200 m. bringusundi.

Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir varð í 8. sæti í 50 m. bringusundi með bætingu upp á 1,5 sek á tímanum 36.33 sek. Hún bætti sig einnig vel í 100 m bringusundi á tímanum 1.19.78 mín.

Ngozi Jóhanna Eze synti 50 m og 100 m skriðsund rétt á eftir sínum besta tíma á sínu fyrsta ÍM og átti góða spretti í boðsundum þar sem hún var að bæta sína tíma.

 

Ingibjörg Svava Magnúsardóttir synti 200 m skriðsund rétt á eftir sínum besta tíma sem hún náði fyrir aðeins tveim vikum, hún átti einnig góða spretti í boðsundum.

Úrslit helgarinnar hjá sundfélagi Akranes urðu þessi :

1. sæti
Brynhildur Traustadóttir 1500m skriðsund

2.sæti
Brynhildur Traustadóttir 200m skriðsund

3.sæti
Brynhildur Traustadóttir 400m skriðsund

4.sæti
Atli Vikar Ingumundarsson 50m flugsund.

4x100m skriðsund karlar (Erlend , Sindri Andras, Enrique Snær, Atli Vikar)

5.sæti
Sindri Andreas Bjarnasson 50m bringusund

Erlend Magnússon 100m baksund

Ragnheiður Karen Olafsdóttir 50m bringusund

4x200m skriðsund (Atli Vikar, Sindri Andreas, Enrique Snær, Kristján)

6. sæti
Atli Vikar Ingumundarsson 50m skriðsund & 100m flugsund

Erlend Magnússon 50m baksund

4×100 skriðsund konur (Ásgerður Jing, Guðbjörg Bjartey, Ngozi Jóhanna, Brynhildur)

4×100 skriðsund blönduð sveit (Sindri Andreas, Enrique Snær, Ragnheiður, Ingibjörg Svava

4×200 skriðsund konur (Brynhildur, Ásgerður Jing, Guðbjörg Bjartey, Ingibjörg Svava)

7.sæti
Brynhildur Traustadóttir 100m skriðsund
Sindri Andreas Bjarnason 100m skriðsund

4×100 fjórsund blönduð sveit (Erlend, Ragnheiður Karen, Sindri Andreas, Ngozi Jóhanna)

8. sæti
Sindri Andreas Bjarnason 100m bringusund og 200 skriðsund

Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 50m bringusund

Ásgerður Jing Laufeyjardóttir 200m fjórsund

Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 100m bringusund
4×100 fjórsund konur (Ásgerður Jing, Ragnheiður Karen, Brynhildur, Ngozi Jóhanna)

Auglýsing