Tímavélin: Bryndís, Ríkharður og Stefán tóku fyrstu skóflustunguna

Auglýsing



Það var fallegt veður þegar framkvæmdir við Akraneshöllina hófust í byrjun maí árið 2005. Þessar myndir voru teknar af ljósmyndara Skagafrétta á þessum viðburði – og einhverjar þeirra birtust í Morgunblaðinu á sínum tíma.

Skóflustungurnar sem teknar voru þann daginn voru reyndar þrjár.

Stefán Teitur Þórðarson (6 ára), Bryndís Rún Þórólfsdóttir (7 ára) og Ríkharður Jónsson (75 ára) og ein fræknasta kempa Skagamanna í knattspyrnu fyrr og síðar, sem tóku skóflustungurnar samtímis í blíðskaparveðri.

Þess má geta að Stefán Teitur og Bryndís Rún eru bæði leikmenn með mfl. ÍA.

Akraneshöllin hefur breytt miklu á Akranesi hvað íþróttaaðstöðu varðar. Fjölnota mannvirki sem er vel nýtt, sérstaklega fyrir vetrartímann.

         

Auglýsing



  

Auglýsing



 

 

Auglýsing