2019 verður gott ár hvað almenna frídaga varðar

Auglýsing



Árið 2019 er rétt handan við hornið. Það er nú þegar ljóst að nokkrir mjög jákvæðir hlutir munu gerast á árinu 2019. Fyrir þá sem hafa áhuga á almennum frídögum þá verður árið 2019 mjög gott á því sviði.

Það sem stendur upp úr er að nánast allir lögbundnir helgi – og frídagar eru á virkum degi. Það fá því allir sem eru að vinna fleiri frídaga.

1. janúar 2019 – sem er fyrsti „rauði“ frídagurinn, kemur upp á þriðjudegi.

Hér má sjá alla frídaga á árinu 2019:

Helgi – og frídagar á árinu 2019:

1. janúar – Nýársdagur, þriðjudagur.
14. apríl – Pálmasunnudagur, sunnudagur.
18. apríl – Skírdagur, fimmtudagur.
19. apríl – Föstudagurinn langi, föstudagur.
21. apríl – Páskadagur, sunnudagur.
22. apríl – 2. í páskum, mánudagur.
1. maí – Baráttudagur verkalýðsins, miðvikudagur.
30. maí – Uppstigningardagur, fimmtudagur.
9. júní – Hvítasunnudagur, sunnudagur.
10. júní – 2. í hvítasunnu, mánudagur.
17. júní – Þjóðhátíðardagur, mánudagur.
24. desember – Aðfangadagur, þriðjudagur
25. desember – Jóladagur, miðvikudagur.
26. desember – 2. í jólum.
31. desember – Gamlársdagur, þriðjudagur.

Páskahátíðin kemur seint á næsta ári. Skírdagur kemur ekki fyrr en 18. apríl en til samanburðar var Skírdagur 29. mars á þessu ári. Það eru góðar fréttir fyrir þá sem kjósa að njóta útivistar yfir Páskana. Sólin verður aðeins hærra á lofti og veðrið vonandi gott.

Í júní koma tveir frídagar í röð á mánudegi, 2 í hvítasunnu og Þjóðhátíðardagurinn 17. júní kemur á mánudegi á næsta ári.

 

 

Auglýsing



Auglýsing