Pistill: Eru margir að lesa fréttirnar á skagafrettir.is?

Auglýsing



Pistill: Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar.

Þessi ungi maður var án efa að tékka á skagafrettir.is

á ærslabelgnum við Akraneshöllina á sumardeginum eina árið 2018.

Eru margir að lesa fréttirnar á skagafrettir.is? Þessa spurningu fæ ég reglulega og það er virkilega gaman að svara þessari spurningu. Í stuttu máli sagt þá eru fréttamiðlar á netinu í gríðarlegri sókn. Sérstaklega hjá yngri lesendum.

Heimsóknafjöldinn á skagafrettir.is er á pari við mest lesnu héraðsfréttamiðla landsins – sem mældir eru á vef Modernus.

Sjá nánar hér. 

Vefmiðlar á borð við skagafrettir.is hafa líka náð til þeirra sem eldri eru, aldurshóps sem hefur fram til þessa náð sér í fréttir með lestri dagblaða og tímarita.

Þegar þetta er skrifað er ljóst að það stefnir í metfjölda heimsókna í einum mánuði á skagafrettir.is.

Þrátt fyrir að aðeins 10 dagar séu liðnir af janúar.

Á s.l. 7 dögum hafa rúmlega 8.200 notendur lesið fréttirnar á skagafrettir.is.

Eins og sjá má á grafinu sem er hér fyrir neðan. Stöðugleikinn er mikill og gleðiefni fyrir okkur hér á ritstjórn Skagafrétta hversu margir heimsækja vefinn. Rúmlega 2000 notendur á hverjum degi og suma daga er heimsóknafjöldinn nálægt því að vera 3000.  Það er býsna mikið í samfélagi sem telur rétt rúmlega 7.400 íbúa.

Alls voru 30.500 fréttir lesnar á s.l. 7 dögum sem gefur vísbendingar um að lesendur skoði tæplega 4 fréttir í hvert sinn sem þeir koma inn á vefinn.

Mælitækið sem notað er á skagafrettir.is til að meta heimsóknafjöldann er hannaður af Google og kallast Google Analytics. Alþjóðlegir staðlar eru notaðir og niðurstöðurnar eru nákvæmar.

Miðað við þessar tölur þá er heimsóknafjöldinn á skagafrettir.is á pari við mest lesnu héraðsfréttamiðla landsins – sem mældir eru á vef Modernus. Sjá nánar hér. 

Vefmiðlar voru á árinu 2017 með stærsta hlutann af birtingakökunni hjá Pipar/Media, einnar stærstu auglýsingastofu landsins. Það var í fyrsta sinn sem vefmiðlar tóku fram úr dagblöðum í auglýsingabirtingum.

Þetta kom fram í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.

Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Pipar/MEDIA, segir auglýsingamarkaðinn breytast hratt um þessar mundir. Staða vefbirtinga sé að styrkjast jafnt og þétt á kostnað prent- og sjónvarpsmiðla. Hún segir jafnframt að á næstu árum verði hlutur vefmiðla 50%.

Staða vefbirtinga styrkist jafnt og þétt á kostnað prent- og sjónvarpsmiðla

Um 33 prósentum af birtingafé Pipar/MEDIA var varið í auglýsingar í vefmiðlum á árinu 2017. Til samanburðar var hlutfallið 27 prósent árið 2016. Þar á eftir komu dagblöð með 24 prósenta hlutdeild og sjónvarp með 23 prósent, en hlutdeild þeirra miðla lækkaði nokkuð á milli ára.

Fór hlutdeild dagblaðsins úr 28 í 24 prósent og sjónvarpsins úr 25 í 23 prósent. Þá stóð útvarpsmiðillinn í stað með um 17 prósent birtingafjár.

Auglýsing



Auglýsing