Gísli semur um smíði á nýjum dráttarbátt fyrir rúmlega milljarð kr.

Auglýsing



Skagamaðurinn Gísli Gíslason fékk í gær heimild hjá stjórn Faxaflóahafna til þess að ganga frá smíðasamn­ingi á nýj­um drátt­ar­báti sam­kvæmt til­boði Damen Shipy­ards í Hollandi.

Til­boðið hljóðaði upp á 7.594.00 evr­ur, eða jafn­v­irði tæp­lega 1.040 millj­óna ís­lenskra króna. Akraneskaupstaður er með tæplega 11% eignarhlut í Faxaflóahöfnum og er Ragnar B. Sæmundsson er aðalmaður í stjórn Faxaflóahafna.

Til­boð í smíði á nýj­um drátt­ar­báti voru opnuð í nóv­em­ber sl.

Bát­ur­inn átti að vera um 33 metr­ar á lengd og hafa 80 tonna tog­kraft, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu. Nýja skipið verður öflugasti dráttarbáturinn í flota Faxaflóahafnar. Alls eru fjórir slíkir bátar í notkun og er sá öflugasti með 40 tonna togkraft.


Hafnarstjórn Faxaflóahafna sf. er þannig skipuð:

Fyrir hönd Akraneskaupstaðar (10,7793 %).

Aðalmaður: 
Ragnar B. Sæmundsson
Varamaður:
Karitas Jónsdóttir
Áheyrnarfulltrúi:
Ólafur Adolfsson 

Fyrir hönd Reykjavíkurborgar (75,5551 %).

Aðalmenn:
Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Skúli Helgason
Valgerður Sigurðardóttir
Örn Þórðarson

Varamenn:
Sabine Leskopf
Pawel Bartoszek
Magnús Már Guðmundsson
Marta Guðjónsdóttir
Hildur Björnsdóttir

Áheyrnarfulltrúi starfsmanna

Aðalmaður:
Júlíus V. Guðnason

Fyrir hönd Borgarbyggðar og Skorrdalshrepps (4, 35 %):

Aðalmaður: 
María Júlía Jónsdóttir
Varamaður:
Lilja Björg Ágústdóttir 

 

Fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar (9,384 %):

Aðalmaður: 
Daníel Ottesen
Varamaður:
Björgvin Helgason 

Auglýsing



Auglýsing