Valdís hitti einn þekktasta kylfing allra tíma í Abu Dhabi

Auglýsing



Valdís Þóra Jónsdóttir, íþróttakona Akraness, hitti einn frægasta kylfing allra tíma eftir að hún lauk keppni á fyrsta móti ársins á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Gary Player, frá Suður-Afríku, fylgdist með mótinu sem fram fór í Abu Dhabi.

Player, sem er 83 ára gamall (þetta er ekki prentvilla) er einn sigursælasti kylfingur allra tíma. Hann hefur sigrað á 9 risamótum á ferlinum svo fátt eitt sé nefnt. Hann er frá Suður-Afríku og var upp á sitt besta á árunum 1960-1980.

Player var brautryðjandi í því að stunda líkamsrækt af krafti samhliða golfæfingum – og eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan gefur hann ekkert eftir þrátt fyrir að vera á níræðisaldri.

Valdís náði sér ekki á strik á mótinu í Abu Dhabi en það er nóg af ferðalögum framundan því næsta keppnistörn fer fram í Ástralíu í lok janúar og byrjun febrúar. Þar á meðal er mót sem er sameiginlegt mót á LET Evrópumótaröðinni og bandarísku LPGA mótaröðinni

Valdís skrifaði eftirfarandi pistil á fésbókina um helgina.

Auglýsing



Auglýsing