Matthías Leó heldur áfram að setja met í keilunni

Auglýsing



Einn efnilegasti keiluspilari landsins, Matthías Leó Sigurðsson úr ÍA, stígur varla inn í keilusal án þess að setja ný met.

Skagamaðurinn ungi setti um helgina nýtt Íslandsmet í 4. flokki pilta þegar hann fékk alls 761 stig í fjórum leikjum á Pepsi-mótaröðinni. Það gerir 190,25 stig að meðaltali í leik.

Þann 12. janúar s.l. setti Matthías met þegar hann náði 238 stigum í einum leik sem er met í hans aldursflokki. Hann setti einnig met í samanlögðum stigafjölda í þremur leikjum (579 stig) og einnig í meðalskori upp á 193 stig.

 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar fréttir sem Skagafréttir hafa birt á undanförnum misserum af afrekum Matthíasar.

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/01/27/matthias-leo-baetti-rumlega-20-ara-gamalt-met-i-keilunni/

http://localhost:8888/skagafrettir/2017/11/08/matthias-leo-sigradi-a-opna-irska-keilumotinu/

http://localhost:8888/skagafrettir/2017/10/15/matthias-heldur-afram-ad-setja-met-i-keilunni/

http://localhost:8888/skagafrettir/2017/03/18/matthias-stefnir-a-ad-verda-bestur-i-heimi-i-keilu/

Auglýsing



Auglýsing