Skemmtiferðaskipin Le Boreal og Pan Orama koma á Akranes í sumar

Auglýsing



Samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóahöfnum er það staðfest að skemmtiferðaskip munu leggjast að hafnarbakkanum í Akraneshöfn á þessu ári.

Skipin eru Le Boreal sem kemur í eitt skipti og Pan Orama kemur alls sex sinnum.

Le Boreal kom fyrst í Akraneshöfn árið 2017 og verður koma skipsins á þessu ári sú þriðja frá upphafi. Le Boreal er í eigu Ponant. Skipið er 10.944 brúttótonn, 142 m. að lengd, 18 m. að breidd og með djúpristu upp á 4,8 m. Á skipinu eru 6 þilför fyrir gesti. Le Boreal getur tekið mest 264 farþega, auk áhafnar.

Pan Orama kom einnig við í Akraneshöfn á síðasta ári en það er þriggja mastra seglskip.  Panorama siglir undir gríska fánanum en það er rúmlega 52 metrar á lengd og 12 metrar á breidd. Panorama var smíðað árið 1991 og er það tæplega 200 tonn og burðargetan er um 670 tonn. Panorama er með 24 káetur og geta 49 farþegar verið um borð í einu. Í áhöfninni eru 16-18 manns.

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/08/09/skemmtiferdaskipid-le-boreal-i-akraneshofn-myndasyrpa/

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/08/07/skemmtiferdaskipid-panorama-leynir-a-ser-sjadu-myndirnar/

Auglýsing



Auglýsing