Hákon og Jón Gísli valdir í U-17 ára landsliðshóp KSÍ



Hákon Arnar Haraldsson og Jón Gísli Eyland Gíslason hafa verið í U-17 ára landsliðshóp Íslands í knattspyrnu í undanförnum leikjum liðsins.

Skagamennirnir hafa verið valdir á ný í úrtakashóp U-17 ára liðsins sem mun æfa saman 1. og 2. mars n.k.

Hákon er fæddur árið 2003 á Akranesi og hefur leikið upp allra yngri flokka ÍA. Hann á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana. Foreldrar hans léku bæði með A-landsliði Íslands og ÍA. Jónína Halla Víglundsdóttir og Haraldur Ingólfsson. Systkini Hákons eru bæði leikmenn ÍA í knattspyrnu, Tryggvi og Unnur Ýr, sem var kjörin knattspyrnukona ársins hjá ÍA 2018.

Jón Gísli samdi við ÍA í vetur en hann er fæddur árið 2002 á Sauðárkróki og lék með Tindastól áður en hann gekk í raðir ÍA.

Það er Davíð Snorrason sem er þjálfari liðsins. Hópurinn er þannig skipaður:

Arnór Gauti Jónsson | Afturelding
Eyþór Aron Wöhler | Afturelding
Róbert Orri Þorkelsson | Afturelding
Ólafur Guðmundsson | Breiðablik
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson | Fjölnir
Ólafur Kristófer Helgason | Fylkir
Valdimar Einarsson | HK
Valgeir Valgeirsson | HK
Hákon Arnar Haraldsson | ÍA
Jón Gísli Eyland Gíslason | ÍA
Davíð Snær Jóhannsson | Keflavík
Helgi Bergmann Hermannsson | Keflavík
Jóhann Þór Arnarsson | Keflavík
Valdimar Daði Sævarsson | KR
Luis Carlos Cabrera Solys | Valur
Bjartur Bjarmi Barkarson | Víkingur Ó.
Elmar Þór Jónsson | Þór
Baldur Hannes Stefánsson | Þróttur R.


Auglýsing



Auglýsing