Ursula er nýr formaður Rauða krossins



Ursula Árnadóttir er nýr formaður Rauða krossins á Akranesi og Hvalfjarðarsveitar.

Alda Vilhjálmsdóttir, sem hefur gegnt formennsku í áraraðir, gaf ekki kost á sér á aðalfundinum sem fram fór 18. febrúar.

Alda Vilhjálmsdóttir er hér til vinstri en nýr formaður er Ursula Árnadóttir.

Tilgangur Rauða krossins er að vernda líf og heilsu og tryggja virðingu fyrir mannlegu lífi, vinna að gagnkvæmum skilningi, vináttu og samstarfi meðal manna.

Hreyfingin gerir engan mun á milli manna eftir þjóðerni, uppruna, trúarbrögðum, kyni, stétt eða stjórnmálaskoðunum.

Á Akranesi er unnið ötulega að markmiðum hreyfingarinnar og þar starfa nokkrir hópar í þeim tilgangi, t.d. heimsóknarvinir, prjónahópur, barnahópur, skvísuhópur fyrir konur í hópi nýbúa, matarhópur þar sem framandi réttir eru eldaðir.

Auk þess býður deildin uppá námskeið í Skyndihjálp og er eitt slíkt ráðgert 1. apríl n.k., en skráning stendur yfir.

Í vor verður boðið uppá námskeiðið Börn og umhverfi.

Til fjáröflunar hefur deildin haft til sölu lopapeysur og ýmislegt fleira. Ef fólk á lopapeysur sem það vill gefa til góðs málefnis, þá má gjarnan koma með þær til okkar, jafnvel hálfkláraðar peysur. Félagið er með starfsemi sína á Skólabraut 25a og þar er opið frá kl. 10 – 14 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Nýir og gamlir félagar eru alltaf velkomnir,“ segir í tilkynningu frá Rauða krossinum. 

Auglýsing



Auglýsing