Skagamaðurinn Aron Elvar valinn í U-15 ára landsliðið í körfubolta



Aron Elvar Dagsson var í dag valinn í U-15 ára landsliðið í körfuknattleik karla.

Það eru ár og dagar síðan Skagamenn áttu fulltrúa síðast í yngri landsliðum Íslands og greinilegt að öflugt yngri flokka starf félagsins er að skila sér.

Aron er í 18 manna hópnum sem fer til Kaupmannahafnar í Danmörku í sumar á Copenhagen-Inviational mótið. Leikið er í Farum dagana 21.-23. júní.

Skagamenn eiga töluvert í öðrum leikmanni Íslands, sá heitir Hringur Karlsson, og er sonur Karls Hallgrímssonar kennara og Gerðar Gíslasdóttur lisatkonu sem bjuggu lengi á Akranesi áður en þau fluttu á Suðurlandið.

Þjálfarar liðana héldu Afreksbúðir sl. sumar og voru með æfingar milli jóla og nýárs auk fyrir 30 manna hóp. Auk þess hafa þeir fylgst með leikmönnum í vetur í leikjum.

Þá var valnefnd sem kom að og fór yfir rökstuðning þjálfara um val á einstökum leikmönnum í lokahópunum en valnefndin samastendur af þjálfara og aðstoðarþjálfara liðanna beggja og Yfirþjálfara yngri landsliða KKÍ og Afreksstjóra KKÍ.

Foreldrar Arons Elvars eru þau Dagur Þórisson og,Hjördís Dögg Grímarsdóttir.

U15 ára landslið drengja 2019
Ágúst Goði Kjartansson · Haukar
Alexander Finnsson · Skallagrímur
Almar Orri Atlason · KR
Arnar Freyr Tandrason · Breiðablik
Aron Elvar Dagsson · ÍA
Aron Kristian Jónasson · Stjarnan
Aron Orri Hilmarsson · ÍR
Breki Rafn Eiríksson · Breiðablik
Daníel Ágúst Halldórsson · Fjölnir
Elías Pálsson · Njarðvík
Guðmundur Aron Jóhannesson · Fjölnir
Hákon Helgi Hallgrímsson · Breiðablik
Haukur Davíðsson · Hamar
Hringur Karlsson · Hrunamenn
Jónas Bjarki Reynisson · Skallagrímur
Karl Ísak Birgisson · Fjölnir
Óskar Gabríel Guðmundsson · Stjarnan
Róbert Sean Birmingham · Njarðvík

Þjálfari: Lárus Jónsson
Aðstoðarþjálfari: Halldór Karl Þórsson

 

 

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/12/09/aron-elvar-draumurinn-ad-komast-i-landslidid-og-spila-fyrir-island/

 

Auglýsing



Auglýsing