„Þökkum fyrir skemmtilega tíma“ – 37 ára verslunarsaga heldur áfram í Nínu



„Við viljum þakka fyrir skemmtilegan tíma á þessum stað en hlökkum til að halda áfram með ykkur á nýjum stað við Kirkjubraut 12,“ segir í tilkynningu frá Versluninni Nínu frá því í gær.

Síðasti starfsdagur verslunarinnar var í gær á Kirkjubraut 4-6 en þar hóf Nína starfssemi fyrir 37 árum.

Myndin var tekin í gær þegar gamla verslunarhúsnæði Nínu var kvatt. Frá vinstri: Daníel Daníelsson, Nína Áslaug Stefánsdóttir, Daníel Þór Heimisson, Helga Dís Daníelsdóttir og Heimir Jónasson.

Nýverið opnaði Nína á nýjum stað aðeins ofar á Kirkjubrautinni en útsölumarkaður var til staðar á gamla staðnum – þar til í gær.

Hjónin Helga Dís Daníelsdóttir og Heimir, sem rekið hafa Verslunina Nínu með glæsibrag við Kirkjubraut 4-6 frá árinu 2007, flutti verslunina í nýtt húsnæði við Kirkjubraut 12 í byrjun mars.

Foreldrar Helgu, Nína Áslaug Stefánsdóttir og Daníel Daníelsson, opnuðu Nínu þann 20. ágúst árið 1982 við Kirkjubraut 4-6.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/01/25/thad-rikir-mikil-tilhlokkun-hja-okkur-ad-opna-a-nyjum-stad/

 

Auglýsing



Auglýsing