Gull, silfur og brons hjá sundfjölskyldunni

Hjónin Trausti Gylfason og Sigríður Ragnarsdóttir fengu nýverið viðurkenningar fyrir störf sín í þágu sundíþróttarinnar.

Sigríður fékk silfurmerki Sundsambands Íslands afhent á Íslandsmótinu í 50 metra laug sem fram fór um s.l. helgi. Þar hittu þau á forseta Íslands, Guðna Th, Jóhannesson, eins og sjá má myndinni .

Trausti fékk síðan gullmerki Íþróttasambands Íslands afhent á ársþingi ÍA sem fram fór í vikunni. Það var Þráinn Hafsteinsson sem afhenti Trausta gullmerkið.

Síðasta vika hefur því verið eftirminnileg hjá sundfjölskyldunni því dóttir þeirra, Brynhildur, landaði tvennnum bronsverðlaunum á Íslandsmótinu í 50 metra laug.

Gull, silfur og brons hjá sundfjölskyldunni.