Skagakötturinn Birta fannst í Kópavogi – var týnd í fjóra daga


Kötturinn Birta frá Akranesi er til umfjöllunar á stærstu fréttmiðlum Íslands. Birta týndist hér á Akranesi fyrir fjórum dögum. Kötturinn fannst í gær í Kársnesi í Kópavogi.

Hulda Guð­björns­dóttir, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að málið sé allt hið dular­fyllsta. Hulda er eigandi kattarins Birtu.

„Ég veit ekki hvað gerðist, kötturinn finnst bara í Kópa­vogi,“ segir Hulda létt í bragði. Hún segir að Birta sé þrátt fyrir allt í góðri heilsu.

„Hún er bara hress. Hún alla­vega vildi ekki ræða Kópa­vog,“ segir Hulda.

Vin­kona Huldu, Birna Páls­dóttir, vekur at­hygli á ferða­lagi Birtu inni á í­búa­hóp Akra­nes­bæjar og varar hún katta­eig­endur við því að fylgjast vel með dýrunum sínum.

„Passið ykkur á kattar­þjófinum hér á skaganum, sem rænir köttum og fer með þá í Kópa­voginn. Týndist köttur frá vin­konu minni og hann fannst í Kópa­vogi í gær.“

Í þessu samhengi má geta þess að ein stærsta hljóðkerfaleiga landsin, Exton, er staðsett á Kársnesi. Írskir daga fóru fram um liðna helgi á Akranesi. Kannski hefur Birta fundið fengið far frá Akranesi sem laumufarþegi þegar hljóðkerfin voru flutt frá Akranesi eftir Írska daga.
Sagan er góð, en óstaðfest.