Helena og Aníta hættar sem þjálfarar kvennaliðs ÍA


Kvennalið ÍA er í þjálfaraleit þessa stundina. Í kvöld var greint frá því að Helena Ólafsdóttir og Aníta Lísa Svansdóttir hafi óskað eftir því að láta störfum hjá félaginu.

Helena hefur verið aðalþjálfari liðsins undanfarin þrjú ár og Aníta Lísa aðstoðarþjálfari.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnufélagi ÍA. –

ÍA er í 6. sæti Inkasso-deildar kvenna eftir 8 umferðir. Liðið hefur unnið þrjá leiki, gert tvö jafntefli og tapað þremur leikjum.

Miklar breytingar voru á liðinu nýverið þegar aðalmarkvörður liðsins, Tori Omela. hætti mjög skyndilega og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir markahæsti leikmaður ÍA fór á ný í Val.