Jón Þór gerði tvær breytingar á A-landsliðshópnum


Jón Þór Hauksson hefur valið 23 leikmenn í A-landslið kvenna fyrir tvö næstu verkefni liðsins.

Hallbera Guðný Gísladóttir, leikmaður Vals, er að sjálfsögðu í hópnum en Skagakonan er í stóru hlutverki í landsliðinu sem Jón Þór þjálfar.

Ísland mætir Frakklandi í vináttuleik þann 4. október í Nimes.

Leikurinn er undirbúningur fyrir leik gegn Lettlandi þann 8. október sem er hluti af undankeppni EM 2020.

Leikurinn gegn Lettlandi verður í beinni útsendingu á RÚV.

Tvær breytingar eru á hópnum frá því í síðustu verkefnum. Ísland er í efsta sæti riðilsins með tvo sigra í fyrstu tveimur leikjunum.

Sandra María Jessen og Rakel Hönnudóttir koma inn í liðið. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, báðar úr liði Breiðabliks, voru ekki valdar að þessu sinni.

Hópurinn er þannig skipaður:

Sandra Sigurðardóttir | Valur
Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir
Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik
Ásta Eir Árnadóttir | Breiðablik
Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgardens IF
Sif Atladóttir | Kristianstads DFF
Guðný Árnadóttir | Valur
Anna Björk Kristjánsdóttir | PSV
Glódís Perla Viggósdóttir | FC Rosengard
Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur
Dagný Brynjarsdóttir | Portland Thorns
Margrét Lára Viðarsdóttir | Valur
Rakel Hönnudóttir | Reading
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals
Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg
Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik
Sandra María Jessen | Leverkusen
Hlín Eiríksdóttir | Valur
Agla María Albertsdóttir | Breiðablik
Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Breiðablik
Elín Metta Jensen | Valur
Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstads DFF
Fanndís Friðriksdóttir | Valur