„Gríðarlegt fagnaðarefni“ –Árni Snær samdi á ný við ÍA


Markvörðurinn Árni Snær Ólafsson hefur endurnýjað samning sinn við Knattspyrnufélag ÍA.

Samningurinn gildir út árið 2021 og er því til tveggja ára.

Árni Snær Ólafsson og Magnús Guðmundsson formaður KFÍA.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá KFÍA.

Árni Snær er fæddur árið 1991 og hefur spilað 150 deildar- og bikarleiki með ÍA. Hann á jafnframt þrjá leiki að baki með U21 og tvo leiki að baki með U19 landsliði Íslands.

„Árni Snær hefur verið lykilmaður í liði ÍA síðasta áratug og ávallt staðið fyrir sínu. Það er því gríðarlegt fagnaðarefni að hann skuli hafa
framlengt samning sinn við félagið næstu tvö ár,” segir Sigurður Þór Sigursteinsson framkvæmdastjóri KFÍA.