Nóg að gera hjá Björgunarfélagi Akraness – allt fór vel að lokum

Björgunarfélag Akraness hefur á undanförnum vikum sýnt enn og aftur hversu mikilvægur hlekkur félagið er í samfélaginu.

Félagar í Björgunarfélagi Akraness komu konu til aðstoðar sem var týnd á Faxaflóa. Hún hafði ætlað sér að fara á JetSki frá Akranesi til Reykjavíkur. Björgunarskipið Jón Gunnlaugsson og harðbotnabáturinn Margrét Guðbrandsdóttir héldu til leitar en skömmu síðar fannst konan heil á húfi.

Í kjölfarið fóru sveitin í leit að ferðamanni sem hafði villst við gönguleiðina við Glym í Hvalfirði.

Ferðamaðurinn var ekki með gönguljós þegar myrkrið skall á. Heppnin var með ferðamanninum þar sem að félagsfundur stóð yfir hjá Björgunarfélagi Akraness þegar útkallið kom. Það var því nóg af fagfólki á staðnum sem brást skjótt við. Greiðlega gékk að finna ferðamanninn, sem notaði ljósmerki í farsíma sínum til þess að sýna hvar hann var staddur.

Gott veður var á svæðinu og var ferðamaðurinn í góðu ástandi þegar hann fannst.