Stórframkvæmd framundan við „stóru bryggjuna“ í Akraneshöfn

Umsókn Faxaflóahafna um framkvæmdaleyfi vegna aðalhafnargarðar Akraneshafnar var samþykkt á fundir bæjarstjórnar Akraness í gær.

Framkvæmdirnar sem um ræðir er framlenging á hafnarbakka, dýpkun hafnar, framlengingu á brimvarnargarði og öldudeyfingu.

Fyrir staðkunnuga þá er um að ræða endurbætur við endann á „stóru bryggjunni“ í Akraneshöfn.

Á næstunni verður fyrsti hluti boðinn út, en það er útboð á stálþili og stagefni fyrir bakkagerð og í framhaldi af því undirbúningsframkvæmdir, dýpkanir og útboð bakkagerðar. Reiknað er með að verktími verka verði um 2-3 ár og framkvæmdir standi yfir á árunum 2019-2022.