Ísfiskur fékk jákvæð svör frá Byggðastofnun – tekst að bjarga tugum starfa?


Það er aðeins bjartara yfir stöðunni á fiskvinnslunni Ísfiskur á Akranesi eftir að Byggðastofnun tók lánsumsókn fyrirtækisins fyrir.

Fyrstu niðurstöður eru að umsóknin fékk jákvæða afgreiðslu.

Frá þessu er greint á vef héraðsfréttablaðsins Skessuhorns.

Albert Svavarsson framkvæmdastjóri Ísfisks segir í samtali við Skessuhorn að fyrirtækið þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði og næstu vikur verði notaðar til að vinna í þeim málum.

Alls var 42 starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp störfum fyrir síðustu mánaðarmót vegna óvissu um framtíð fyrirtæksins.

Ísfiskur keypti hluta fiskvinnsluhúsa HB Granda haustið 2016 og flutti starfsemi sína frá Kársnesi í Kópavogi í fyrra.

Nánar á vef Skessuhorns.