„Þetta var eina ósk föður míns“ – Kaupfélagshúsið við Kalastaðakot vekur athygli


Sigrún Vigdís Gylfadóttir og Karl Ingi Sveinsson eru til umfjöllunar í sjónvarpsþættinum „Að Vestan“ sem sýndur er á N4. Hlédís Sveinsdóttir og Heiðar Mar Björnsson tóku hús á þeim hjónum í Kalastaðakoti í Hvalfjarðarsveit.

Sigrún Vigdís og Karl Ingi fluttu nýverið á æskuslóðir Karls Inga. Gamalt Kaupfélagshús sem er við sjávarsíðuna í Hvalfirði hefur vakið athygli gesta og ferðamanna.

Húsið, sem er byggt árið 1920,, var mjög illa farið en árið 2005 hóf fjölskyldan að gera húsið upp. Uppbyggingin hefur tekist gríðarlega vel eins og sjá má í þessu innslagi.

„Þetta var eina ósk föður míns, að við myndum gera eitthvað fyrir þetta hús,“ segir Karl Ingi m.a. í viðtalinu sem sjá má hér fyrir neðan.

Sigrún Vigdís og Karl Ingi eru einnig með stóran veislusal þar sem áður var fjós og hefur gengið vonum framar að markaðssetja það rými sem valkost fyrir veislur, afmæli og ættarmót.