Björgunafélag Akraness hættir sölu á jólatrjám


Björgunarfélag Akraness mun ekki selja jólatré fyrir þessi jól. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Björgunarfélagið hvetur Skagamenn nær og fjær til þess að kaupa leiðisgreinar hjá Slysavarnadeildin Líf Akranesi.

Þar með lýkur margra áratuga sögu Björgunarfélagsins á þessum markaði. Félagið, sem hét áður Hjálpin, hóf sölu á jólatrjám seinni part síðustu aldar.

Samkvæmt heimildum Skagafrétta var lítið upp úr sölunni að hafa fyrir mikla vinnu hjá Björgunarfélagi Akraness,

Félagsmenn ætla að einbeita sér að enn betur að öðrum krefjandi verkefnum sem félagsmenn vinna alla daga ársins í sjálfboðavinnu.