Landinn á RÚV kom í heimsókn í Tónlistarskóla Akraness


Nemendur úr Tónlistaskóla Akraness voru til umfjöllunar í Landanum á RÚV nýverið. Þar brá Gísli Einarsson þáttastjórnandi sér í heimsókn á Akranesi og ræddi þar m.a. við Jónínu Ernu Arnardóttur skólastjóra Tónlistarskóla Akraness.

Nemendur hafa á undanförnum dögum og vikum farið í heimsóknir í stofnanir og fyrirtæki – og leikið jólalög.

Kuldakastið sem gengið hefur yfir á landinu að undanförnu hafa sett útitónleika og slíka viðburði í uppnám.

Hljóðfærin verða fölsk að sögn skólastjórans og það getur líka frosið í flautunum.

Innslagið má sjá í heild sinni með því að smella á myndina hér fyrir neðan.