Irma dúxaði í FVA – 65 nemendur brautskráðir við hátíðlega athöfn


Í dag fór fram útskriftarathöfn hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Alls voru 65 nemendur brautskráðir og bestum árangri á stúdentsprófi náði Irma Alexandersdóttir.

Jónína Víglundsdóttir áfangastjóri flutti annál haustannar 2019.

Guðjón Snær Magnússon, nýstúdent, flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og rifjaði hann líkt og Jónína eftirminnileg augnablik frá atburðum undanfarinna missera.

Borgnesingurinn Magnús Geir Eyjólfsson, fyrrverandi nemandi skólans og núverandi fréttamaður á RÚV, ávarpaði útskriftarnema og miðlaði til þeirra hagnýtum ráðum á þessum tímamótum í þeirra lífi.

Þorbjörg Ragnarsdóttir, aðstoðarskólameistari, ávarpaði útskriftarnemendur í lok athafnarinnar og óskaði þeim gæfu og velfarnaðar. Þorbjörg er hér ásamt Irmu Alexandersdóttur stúdent og dúx 2019. Mynd/FVA.

Fráfarandi skólameistari FVA, Ágústa Elín Ingþórsdóttir, tók ekki þátt í útskriftarathöfninni.

Eftirtaldir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar fyrir ágætan námsárangur og störf að félags- og menningarmálum.

Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga.

  • Bjartur Finnbogason fyrir góðan árangur og ástundun í íþróttum  (VS-Tölvuþjónusta).
  • Guðjón Snær Magnússon fyrir góð störf að félags- og menningarmálum, en Guðjón Snær starfaði meðal annars í aðalstjórn nemendafélags skólans, bæði sem forseti og meðstjórnandi. (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).
  • Hildigunnur Einarsdóttir hlaut hvatningarverðlaun til áframhaldandi náms (Zontaklúbbur Borgarfjarðar).
  • Irma Alexandersdóttir fyrir góðan árangur í dönsku (Danska sendiráðið).
  • Irma Alexandersdóttir fyrir góðan árangur í þýsku (Terra).
  • Irma Alexandersdóttir fyrir góðan árangur í ensku (Penninn Eymundsson).
  • Ísak Máni Sævarsson fær viðurkenningu fyrir góð störf að félags- og menningarmálum, en Ísak Máni starfaði í aðalstjórn nemendafélags skólans og var forseti kvikmynda- og tækniklúbbs. (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).
  • Jón Hjörvar Valgarðsson fær viðurkenningu fyrir góð störf að félags- og menningarmálum, en Jón Hjörvar starfaði í aðalstjórn nemendafélags skólans bæði sem forseti og meðstjórnandi, gegndi formennsku í íþróttaklúbbi og viskuklúbbi og tók þátt í Gettu betur fyrir hönd skólans. (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).
  • Ólöf Lilja Magnúsdóttir fær viðurkenningu fyrir góðan árangur í sérgreinum á sjúkraliðabraut (Landsbankinn á Akranesi).
  • Sólon Ívar Símonarson fær viðurkenningu fyrir góðan árangur í rafvirkjun (Elkem Ísland).
  • Melkorka Jara Kjartansdóttir fær viðurkenningu fyrir góðan árangur í  húsasmíði (Skaginn 3x).

Irma Alexandersdóttir hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á haustönn 2019.

Nokkur tónlistaratriði voru flutt við athöfnina: þeir Edgar Gylfi Skaale Hjaltason og Sigurður Jónatan Jónsson léku nokkur lög fyrir gesti fyrir athöfnina. Ragna Benedikta Steingrímsdóttir (söngur) og Guðjón Snær Magnússon (gítar) fluttu lagið On the sunny side of the street. Jóna Alla Axelsdóttir (söngur) og Edgar Gylfi Skaale Hjaltason (píanó) fluttu lagið Svo birti aftur til. Hekla Björnsdóttir lék á píanó verkið Le petite negre eftir Debussy.

Hekla Björnsdóttir leikur á flygilinn. Mynd/FVA
Guðjón Snær Magnússon og Ragna Benedikta Steingrímsdóttir. Mynd/FVA

Jónína Víglundsdóttir áfangastjóri flutti annál haustannar 2019. Mynd/FVA