Kristrún Bára Guðjónsdóttir, karatemaður ársins 2019


Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2019. Athöfnin fer fram í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum að lokinni þrettándabrennu.

Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 20. til og með 29 desember. 

Karatemaður ársins: Kristrún Bára Guðjónsdóttir

Kristrún Bára náði þeim merka áfanga á árinu að vinna sér inn svart belti eða 1. Dan í karateíþróttinni. Kristrún keppir í Kata sem er hennar keppnisgrein innan karate og þar er hún í sterkum hópi karatekvenna á Íslandi.

Hún keppti á RIG 2019 í Kata með góðum árangri. Hún varð í öðru sæti í Grand Prix mótaröðinni í flokki 16-17 ára. Þá varð hún í 3. sæti á Íslandsmótinu í Kata í flokki 16-17 ára.

Kristrún er í unglingalandsliði Íslands og árið 2019 keppti hún með landsliðshópnum á Svenska Katapokalen einnig tók hún þátt í Smáþjóðamótinu í karate.

Á báðum mótunum stóð hún sig vel.

Kristrún Bára er orðin aðstoðarþjálfari hjá Karatefélaginu og er góð fyrirmynd fyrir iðkendur félagsins.

Helstu afrek Kristrúnar Báru á Íslandi á árinu:

  • Þriðja sæti í Kata í flokki 16-17 ára á Íslandsmótinu.
  • Annað sæti í Kata í flokki 16 – 17 ára á Grand Prix mótaröðinni.

Helstu afrek Kristrúnar Báru erlendis á árinu:

  • Keppti með unglingalandsliði Íslands árið 2019 á Svenska Katapokalen í Stokkhólmi.

Hvernig stendur Kristrún Bára á landsvísu?

  • Kristrún Bára er meðal þriðju bestu Kata keppenda í aldurshópnum 16-17 ára á Íslandi.

Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 20. til og með 29 desember. 

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/12/23/hver-verdur-ithrottamadur-akraness-2019-thu-getur-tekid-thatt-og-kosid/