„Skútan“ á förum? – N1 óskar eftir landi við Hausthúsatorg


Allar líkur eru á því að Skútan og dekkjaverkstæði N1 færi sig um set á næstu misserum á Akranesi,

Á síðasta fundi skipulags – og umhverfisráðs var farið yfir drög að samkomulagi við Festi er varðar land undir starfsemi N1 á Akranesi.

Samkomulagið gerir ráð fyrir að Akraneskaupstaður taki yfir lóðirnar sem N1 er með starfsemi sína á.

Við Þjóðbraut 9-11 og Dalbraut 14 þar sem að hjólbarðaverkstæði N1 er til staðar.

Festi fengi í staðinn land fyrir starfsemi N1 fyrir ofan Hausthúsatorg – eða fyrir ofan verslunarmiðstöðina þar sem að Bónus, Apótek Vesturlands og Dominos og fleiri fyrirtæki eru í dag.

N1 yrð þá með alla sína þjónustu á einum stað.

Frá Hausthúsatorgi.