Skagakona brá sér í gervi þingkonu Miðflokksins í Skaupinu 2019


Guðfinna Rúnarsdóttir leikkona frá Akranesi hefur margoft leikið hlutverk í Áramótaskaupunum á undanförnum árum og áratugum.

Guðfinna var í skemmtilegu atriði í Skaupinu 2019 þar sem hún var í hlutverki Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu úr Miðflokknum.

Guðfinna er fædd árið 1963 en foreldrar hennar Guðmundur Rúnar Pétursson og Guðný Jónsdóttir ráku prjónaverksmiðjuna Akraprjón á sínum tíma. Það fyrirtæki var til húsa við Stillholt – þar sem að m.a. Galitó og fleiri fyrirtæki eru í dag með starfssemi sína. Guðmundur Rúnar lést árið 2006.

Atriði með Guðfinnu má sjá hér fyrir neðan.