Myndasyrpa frá landsliðsæfingum í körfubolta á Akranesi


Það var mikið um að vera í Íþróttahúsinu við Jaðarsbakka á dögunum þegar efnilegustu leikmenn landsins í körfubolta karla voru þar við æfingar.

Um var að ræða leikmenn sem eru 15 og 16 ára. Hóparnir voru fjölmennir en um var að ræða úrtaksæfingar fyrir valið á unglingalandsliðum Íslands.

Þrír leikmenn úr röðum ÍA voru á þessum æfingum eins og sjá má í þessari frétt hér fyrir neðan.

Jónas Ottósson, áhugaljósmyndari og lögregluþjónn, var með myndavélina á lofti á einni æfingunni og hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá æfingunni. Að sjálfsögðu var linsunni oftast beint að leikmönnum ÍA en Jónas er faðir Styrmis sem er í 15 ára úrtakshópnum.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/12/03/aron-styrmir-og-thordur-valdir-i-aefingahopa-yngri-landslida-islands-i-korfu/