Súrdeigsbrauðin frá Kallabakarí efla heilsuvitund Skagamanna

Kallabakarí tekur þátt í því að efla heilsuvitund Skagamanna á nýju ári. Framlag fyrirtækisins í upphafi ársins 2020 eru spennandi súrdeigsbrauðtegundir – sem hafa notið mikilla vinsælda.

„Súrdeigsbrauðin okkar eru gerð úr lífrænu hveiti og lifandi súr,“ segir Alfreð Karlsson bakari og einn af eigendum Kallabakarís á Akranesi.

„Við erum með þrjár gerðir af súrdeigsbrauðum og nýjasta viðbótin heitir Berlínarsúrdeigsbrauð og er afskaplega ljúffengt,“ bætir Alfreð við.+

Kallabakarí opnaði á nýjum stað á Akranesi þann 1. ágúst árið 2018, en fyrirtækið hefur verið starfrækt í rúmlega 50 ár. Alfreð F. Karlsson stofnaði Brauða og Kökugerðina árið 1967.