Arnór Sigurðsson gaf nemendum í Grundaskóla góð ráð


Nemendur í 6. og 7. bekk í Grundaskóla fengu góða heimsókn í byrjun skólársins eftir jólafríið.

Arnór Sigurðsson, fyrrum nemandi Grundaskóla, og atvinnumaður í knattspyrnu hélt fyrirlestur fyrir nemendur þar sem hann hvatti unga fólkið til að hafa trú á sjálfum sér.

Fyrirlesturinn hitti beint í mark hjá krökkunum og ræddi hann m.a. um mikilvægi þess að setja sér markmið, hafa metnað í námi jafnt sem íþróttum, fara út fyrir þægindarammann sinn og vera góð manneskja.

Arnór Sigurðsson er fæddur árið 1999 og hann er atvinnumaður hjá rússneska stórliðinu CSKA í höfuðborginni Moskvu.

Hann er í dag á meðal tekjuhæstu leikmanna frá Íslandi sem leika sem atvinnumenn erlendis.