Bjarki Steinn til reynslu hjá Örebro


Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður PepsiMaxliðs ÍA í karlaflokki er þessa dagana við æfingar hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Örebro.

Bjarki Steinn mun æfa með A-liðinu næstu daga en mörg lið hafa sýnt þessum efnilega leikmanni áhuga. Bjarki Steinn er fæddur árið 2000 og hann kom til ÍA frá Aftureldingu í Mosfellsbæ.

Bjarki Steinn hefur leikið með yngri landsliðum Íslands. Hann hefur farið á nokkra staði að undanförnu til æfinga og reynslu.

Margir þekktir knattspyrnumenn frá Íslandi hafa leikið með Örebro og má þar nefna Sigurð Jónsson frá Akranesi, Arnór Guðjohnsen og fleiri.