Helga Ingibjörg tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins


Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir, söngkona frá Akranesi, tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2020. Þar syngur hún lag með Ísold Wilberg Antonsdóttur. Höfundar lagsins eru þeir Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson. Og sjálfur Stefán Hilmarsson úr Sálinni Hans Jóns Míns er textahöfundur.

Helga Ingibjörg segir í skemmtilegu viðtali á fésbókarsíðu Söngvakeppninnar að höfundar lagsins hafi heyrt hana syngja í óvæntu og óæfðu söngatriði með trúbadornum Ingó Veðurguð á skemmtistað.

„Ég var bara með vinkonum mínum úr vinnunni og Ingó Veðurguð var trúbador á staðnum. Hann byrjar að spila lagið Shallow og hann var að óska eftir stelpu á staðnum til þess að syngja lagið með honum. Vinkona mín hún Harpa hvatti mig til þess að syngja lagið með honum. Ég sagði strax nei því ég er ekki mikið fyrir að koma athyglinni á mig. Harpa hætti ekki fyrr en ég fór upp á svið og söng – og þar voru þeir Birgir Steinn og Ragnar Már,“ segir Helga Ingibjörg m.a. í viðtalinu sem er hér fyrir neðan.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/12/13/helga-ingibjorg-gefur-ut-jolalag-vinnufelagarnir-hvottu-mig-afram/