Enrique Snær landaði silfri á RIG- Reykjavík International Games 2020


Sundmaðurinn efnilegi Enrique Snær Llorens Sigurðsson náði frábærum árangri á RIG- Reykjavík International Games 2020.

Alls voru 9 keppendur frá Sundfélagi Akraness á þessu stóra alþjóðlega sundmóti þar sem 315 keppendur tóku þátt, þar af 115 erlendir keppendur.

Vinsældir keppninnar hafa aukist jafnt og þétt með árunum og var mun erfiðara fyrir keppendur að komast inn í mótið.

Keppnin fór fram í Laugardalslaug og endaði Enrique Snær í 2. sæti í 200 metra flugsundi – og bætti hann sig um 14 sekúndur þegar hann kom í mark á tímanum 2.22,27 mín.

Í fyrsta sæti var Evrópumeistari frá 2014 Viktor Bromer, sem einnig var sjötti á Ólympíuleikunum 2016 í sömu grein.

Enrique Snær bætti sig í öllum sex keppnisgreinunum um helgina og synti líka til úrslita i 200 m fjórsundi og 40 0m skriðsundi.

Nánar má lesa um öll afrek sundfólksins frá Akranesi hér.