Myndband: Búið að opna Esjubrautina á ný – svona er staðan


Í dag var opnað fyrir umferð á Esjubraut frá gatnamótum Smiðjuvalla og Dalbrautar – en opnunin er tímabundinn á meðan beðið er færis að ljúka framkvæmdunum.

Í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar er sagt frá því að verkinu hafi átt að ljúka þann 1. desember 2019 en verkið hefur tafist af margvíslegum ástæðum eins og lesa má í tilkynningunni hér fyrir neðan frá Akraneskaupstað.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af stöðunni á þessum kafla Esjubrautar þegar ekið var þar í gegn 12. febrúar 2020.

Tilkynning frá Akraneskaupstað:

Seinni áfangi gatnaframkvæmda við Esjubraut frá gatnamótum Smiðjuvalla og Dalbraut að hringtorgi við Þjóðbraut átti að ljúka 1. desember síðastliðinn. Ástæður tafanna eru margþættar m.a. vegna viðbóta í greftri, fyllingu og lagnavinnu, ásamt viðbótarverka í hitaveitu og yfirborðsfrágangi, auk þess sem tíð í desember var verkinu ekki hagstæð.

Þeir verkliðir sem eftir standa núna er malbikun götunnar ásamt ýmsum lokafrágangi þ.e. umferðareyjur, gangstéttar, umferðarskilti o.s.frv. Reiknað er með að þessir verkliðir geti tekið um 10 til 15 daga. Útlit er hinsvegar fyrir frostakafla næstu daga og vikur og því ljóst að ekki er hægt að fara í ofangreinda verkliði.

Til að lágmarka óþægindi vegna ofangreindra tafa hefur verið tekin sú ákvörðun að opna götuna tímabundið með malarlagi sem fyrir er á henni. Þegar færi gefst verður farið í lokafrágang.

Reikna má með því að hann gæti farið fram seinnipart aprílmánaðar þ.e. eftir páska.

Að lokum er beðist velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafa á framkvæmdinni og þeim óþægindum sem þær hafa valdið.

http://localhost:8888/skagafrettir/2020/01/27/thorrablotsannall-framkvaemdir-vid-esjubraut/