Kútter Sigurfari fékk ekki líflínu frá Europa Nosta – stefnir í að skipinu verði fargað


Unnið hefur verið að því á undanförnum misserum að koma kútter Sigurfara á lista yfir menningarmannvirki sem eru í hve mestri hættu í Evrópu.

Akraneskaupstaður sótti á síðasta ári um að fá styrk hjá stofnunni Europa Nosta sem styður við evrópska menningararfleið.

Á síðasta fundi bæjarráðs kom fram að Europa Nosta ætlaði ekki að veita styrk í þetta verkefni.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að Akurnesingum sé ekki skylt að varðveita Kútter Sigurfara samkvæmt ákvörðun Minjastofnunnar og Þjóðminjasafns.

Sævar segir að það sé skylda Akraneskaupstaðar að senda formlegt erindi viðurkennd söfn á ÍSlandi til að kanna áhuga þeirra á kútternum.

Tveir aðilar lýstu því yfir á síðasta ári að þeir hefðu áhuga á að eignast Kútter Sigurfara. Sævar Freyr segir að ekki liggi fyrir hvort þeir aðilar hafi enn áhuga á skipinu.

Í ályktun bæjarráðs Akraness frá því í mars á síðasta ári kemur fram að Kútter Sigurfari verði fjarlægður og fargað ef ekki tekst að finna áhugasama aðila sem vilja eignast skipið.

Kútter Sigurfari er 85 smálesta tvímastra kútter, smíðaður 1885 í Englandi og keyptur til Íslands 1897, en áður var hann gerður út frá Hull. Hann var gerður út til handfæraveiða á Faxaflóa og þótti mikið happaskip.

Skipið var selt til Færeyja 1920 og komst þangað eftir að hafa lent í mánaðarlöngum hrakningum á sjó milli landanna.

Frá Færeyjum var skipið gert út til 1970 en 1974 var báturinn aftur keyptur til Íslands að undirlagi Jóns M. Guðjónssonar prests á Akranesi.

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/05/02/ahugavert-thrividdar-myndband-i-svona-er-astandid-i-sigurfara/
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/03/29/dagar-kutter-sigurfara-bratt-a-enda-ahugasamir-geta-eignast-skipid/
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/05/09/tveir-hafa-ahuga-a-ad-eignast-kutter-sigurfara/
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/09/13/faer-kutter-sigurfari-liflinu-a-elleftu-stundu/