[sam_zone id=1]

Helga og Ísöld hita upp fyrir úrslitin með „Unplugged“ útgáfu af Meet Me HalfwayUm næstu helgi fer fram úrslitakvöld Söngvakeppni RÚV 2020 og þar er Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir frá Akranesi í stóru hlutverki.

Helga Ingibjörg og Ísold Wilberg slógu í gegn á fyrra undanúrslitakvöldinu með laginu Klukkan Tifar.

Flutningur þeirra var glæsilegur og margir spá laginu góðu gengi á úrslitakvöldinu.

Helga Ingibjörg og Ísold syngja enska útgáfu af laginu á úrslitakvöldinu og heitir lagið Meet Me Halfway.

Hér fyrir neðan má sjá órafmagnaða útgáfu af laginu sem þær sendu frá sér nýverið og þar syngja þær á ensku.

Einnig má heyra ensku útgáfuna eins og lagið verður flutt á úrslitakvöldinu.