Helga og Ísöld hita upp fyrir úrslitin með „Unplugged“ útgáfu af Meet Me Halfway


Um næstu helgi fer fram úrslitakvöld Söngvakeppni RÚV 2020 og þar er Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir frá Akranesi í stóru hlutverki.

Helga Ingibjörg og Ísold Wilberg slógu í gegn á fyrra undanúrslitakvöldinu með laginu Klukkan Tifar.

Flutningur þeirra var glæsilegur og margir spá laginu góðu gengi á úrslitakvöldinu.

Helga Ingibjörg og Ísold syngja enska útgáfu af laginu á úrslitakvöldinu og heitir lagið Meet Me Halfway.

Hér fyrir neðan má sjá órafmagnaða útgáfu af laginu sem þær sendu frá sér nýverið og þar syngja þær á ensku.

Einnig má heyra ensku útgáfuna eins og lagið verður flutt á úrslitakvöldinu.