Skagamaðurinn Davíð Þór samdi tónlist við sýningu í Metropolitansafninu í NY


Tónlist Skagamannsin Davíðs Þórs Jónssonar leiðir gesti Metropolitan-safnsins í New York á milli margra af helstu ljósmyndum sögunnar á sýningu sem var opnuð í mars. Þetta kemur fram á vef RÚV

Rætt var við Davíð Þór Jónsson um aðkomu hans að sýningunni Photography’s Last Century í Hátalaranum á Rás 1.

Sýningin heitir Photography’s Last Century og þar má sjá ljósmyndir frá síðustu öld og fram á okkar daga. 

Sýningin byggist á gjöf hjónanna Ann Tennenbaum og Thomas H. Lee til hinnar tiltölulega nýstofnuðu ljósmyndadeildar Metropolitan-safnsins. „Þetta er allt frá Cindy Sherman, yfir í Robert Frank, Paul Strand, Man Ray, Andy Warhol, Edward Weston, Andreas Gursky og Georgia O’Keefe,“ segir Davíð Þór í viðtalinu en hann samdi eins og áður segir tónlistina sem þjónar leiðsagnarhlutverki á sýningunni.

Davíð Þór segir í samtali við Pétur Grétarsson í Hátalaranum á Rás 1 að verkefnið hafi komið á hans borð í gegnum vináttu hans við Ragnar Kjartansson myndlistarmann og samstarf þeirra við Roland Augustin gallerístjórnanda.

„Það er þeim að einhverju leyti að kenna að þetta var borið á borð.“

Hægt er að hlusta á tónlistana hér fyrir neðan.


http://localhost:8888/skagafrettir/2019/02/23/david-thor-stal-senunni-a-eddunni-verdlaunadur-fyrir-konu-fer-i-strid/
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/02/12/skagamadurinn-david-thor-verdlaunadur-fyrir-tonlistina-i-kona-fer-i-strid/