Sjö Covid-19 smit hafa greinst á Akranesi – 28 alls á Vesturlandi


Samkvæmt upplýsingum frá aðgerðastjórn Almannavarna er staðan á Vesturlandi með eftirfarandi hætti varðandi Covid-19 smit.

Alls eru 28 smit greind á Vesturlandi öllu og þar af 7 á Akranesi. Allir sem eru greindir með smit á Vesturlandi eru í einangrun.

Búðardalur og Ólafsvík eru eina byggðirnar þar sem smit hefur ekki komið upp.

Alls eru 474 í sóttkví á Vesturlandi og þar af 159 á Akranesi. Flest smitin eru í Borgarnes, 17 alls og þar eru 230 einstaklingar í sóttkví.