Ekkert nýtt tilfelli af Covid-19 smiti á Vesturlandi í gær


Góðar fréttir bárust úr röðum Almannavarna í dag þegar tilkynnt var um stöðuna á Covid-19 smitum á Vesturlandi. Í gær, föstudaginn 3. apríl, greindist ekkert nýtt smit á Vesturlandi.

Á Akranesi eru alls 8 einstaklingar með Covid-19 veiruna. Á Vesturlandi öllu eru 32 einstaklingar greindir með smit og þar af 20 í Borgarnesi.

Í sóttkví eru alls 327 á Vesturlandi öllu og þar af 99 á Akranesi. Það er fjölgun um þrjá á Vesturlandi en sami fjöldi er í sóttkví á Akranesi í dag og var í gær.

Á vef Snæfellsbæjar voru birtar eftirfarandi upplýsingar um stöðu mála á Vesturlandi þann 4. apríl 2020.