Prestarnir á Akranesi nýta samfélagsmiðla til að koma boðskapnum á framfæri


Sr. Jónína Ólafsdóttir og sr. Þóra Björg Sigurðurdóttir, sem voru valdar til þjónustu við Garða og Saurbæjarprestakall í byrjun mars, áttu sinn fyrsta vinnudag í dag, 1. apríl.

Þá eru prestarnir orðnir þrír en sr. Þráinn Haraldsson er sóknarprestur. Þetta kemur fram á vef Akraneskirkju.

Prestarnir þrír hafa því einungis hist á fjarfundum en næstu vikur verða notaðar til að skipuleggja starfið næsta vetur, en margt spennandi er framundan.

Prestar prestakallsins munu halda áfram að deila efni á facebook síðu kirkjunnar og einnig hefur verið stofnað Instagram undir heitinu Garða og Saurbæjarprestakall, það er spennandi vettvangur til að fylgjast með því sem er að gerast í kirkjunum í prestakallinu.

Instagram síðan er hér.

Facebook síðan er hér:

Sr. Þráinn Haraldsson hefur einnig nýtt Youtube síðu Akraneskirkju til að koma upplýsingum og hugvekjum á framfæri eins og sjá má hér fyrir neðan.

http://localhost:8888/skagafrettir/2020/02/18/jonina-og-thora-kjornir-prestar-vid-garda-og-saurbaejarprestakall/