Ein fremsta þríþrautarkona landsins er himinlifandi með æfingaaðstöðuna á Akranesi


Guðlaug Edda Hannesdóttir er ein fremsta þríþrautarkona Íslands. Hún hefur á undanförnu misserum unnið hart að þvi að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í Japan 2021.

Guðlaug Edda var ekki langt frá því markmiðið þegar tekin var sú ákvörðun að fresta ÓL um eitt ár vegna Covid-19 veirunnar.

Guðlaug Edda hefur nýtt sér frábæra aðstöðu á Akranesi og í nágrenni til æfinga í fjölmörgum heimsóknum sínum á Akranes. Kærasti hennar er Skagamaðurinn Axel Máni sem er sonur Helenu Guttormsdóttur.

En hún deyr ekki ráðalaus við að halda sér í formi eins og sást í fréttum í síðustu viku þar sem hún synti í bílskúrnum heima hjá sér í sundlaug úr Costco.

„Akranes er einstakt æfingasvæði fyrir þríþraut sem byggir á hlaupi, hjólum og sundi, með þessa flottu stíga, einstakt hjólaumhverfi í þessu flata landslagi og sjósund við Langasand,“ segir Guðlaug Edda sem hljóp m.a. 20 km. og hjólaði 60 km. í og við Akranes á einni æfingu.

„Það hefur verið alveg frábært að uppgötva stígana í og kringum Akranes. Langisandur er auðvitað einstakur, en núna hef ég mest verið að hlaupa frá Leyni, kringum skógræktina, Klapparholt og að Akrafjalli í fjölbreyttri náttúru. Þar er hægt að hlaupa mjög marga kílómetra á stígum, en enn sem komið er hef ég náð að hlaupa 16 km í einu, allt á stígum. Það skiptir miklu máli fyrir mig að hafa tækifæri á því að hlaupa á mjúku undirlagi til þess að minnka hættu á meiðslum. Þá er mikill kostur á þessum tímum að yfirleitt er ég bara ein á ferð og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af mannfjölda eins og núna er víða á stígum höfuðborgarinnar. Akranes er líka einstakt æfingasvæði fyrir þríþraut sem byggir á hlaupi, hjólum og sundi, með þessa flottu stíga, einstakt hjólaumhverfi í þessu flata landslagi og sjósund við Langasand,“ segir Guðlaug Edda.