Geir er bjartsýnn þrátt fyrir erfiða stöðu – „Eigum að stefna á að vera í fremstu röð“


Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA, var gestur þáttarins „Að koma saman er bannað“ á ÍATV í gær.

Í viðtalinu segir Geir ma.a. frá aðdraganda þess að hann tók við starfi framkvæmdastjóra KFÍA og hans sýn á það starf sem er framundan hjá félaginu.

Fjárhagsstaða KFÍA er ekki góð en félagið tapaði um 60 milljónum kr. á síðasta rekstrarári. Í máli Geirs kom m.a. fram að staðan væri erfið en ekki vonlaus – félagið skuldar 15 milljónir og með góðri samstöðu allra þeirra sem að félaginu koma væri hægt að ná árangri.

„ÍA á alltaf að stefna á að vera í fremstu röð í karla – og kvennaflokki. Hér á Akranesi er allt til alls, frábær aðstaða, fagfólk við þjálfun, öflugir stuðningsmenn og stjórn sem er með skýra sýn á markmiðin. Það getur tekið tíma að ná markmiðunum en ég er allavega í þessu til þess að ná árangri,“ segir Geir m.a. í viðtalinu við Örn Arnarson á ÍATV sem er hér fyrir neðan.