Stórsigur hjá ÍA í sögulegum leik gegn Hamri í Hveragerði


Kvennalið ÍA vann sögulegan 8-0 sigur í 1. umferð Mjólkurbikarkeppni KSÍ í kvöld. Hamar úr Hveragerði var mótherji ÍA og var þetta jafnframt fyrsti opinberi meistaraflokksleikur kvennaliðs Hamars frá upphafi.

Á fésbókarsíðu KFÍA er sagt frá því að lið ÍA hafi ráðið ferðinni frá fyrstu mínútu og lið ÍA hefði vel getað skorað mun fleiri mörk.

„Það er allt annað að sjá til liðsins nú en á síðustu leiktíð og ljóst að Skagamenn ætla sér að verða í toppbaráttu Lengjudeildarinnar og fara langt í Mjólkurbikarnum 2020,“ segir í færslunni.

ÍA mætir liði ÍR í 2. umferð þann 13. júní og fer leikurinn fram á heimavelli ÍR í Breiðholtinu.

1. mín. 0-1 Erla Karítas Jóhannesdóttir
3. mín. 0-2 Fríða Halldórsdóttir
31. mín. 0-3 Erla Karítas Jóhannesdóttir
38. mín. 0-4 Védís Agla Reynisdóttir
63. mín. 0-5 Verónica Líf Þórðardóttir
67. mín. 0-6 Verónica Líf Þórðardóttir
76. mín. 0-7 Jaclyn Poucal
93. mín. 0-8 Selma Dögg Þorsteinsdóttir